Stuldur ársins

Punktar

Lífeyrissjóður verzlunarmanna hafði 36,6 milljarða fjármagnstekjur í fyrra. Þar af greiddi hann bara 3,5 milljarða króna í lífeyri sjóðfélaga. Það er stuldur ársins, birtist í “24 stundum” í gær. Þar að auki hafði sjóðurinn svo 12,8 milljarða af launþegum, sem síður varðar eftirlaunafólk. Hann hafði 43,4 milljarða tekjur alls og 3,5 milljarða útgjöld alls. Þetta 7% hlutfall til sjóðfélaga er út í hött. Ég skil ekki, að sjóðirnir hafi komizt upp með stuldinn árum saman, við litla athygli. Nú vita það allir, þökk sé “24 stundum”. Þjófnaðinn má auðvitað afturkalla með nýjum lögum.