Gott er, að fyrrverandi stjórnendur og starfsmenn DV skuli stofna Stundina, nýjan fjölmiðil á vef og pappír. Ljóst mátti vera, að nýir eigendur DV mundu fara með blaðið til helvítis. Fagfólk þarf til að reka fjölmiðil, ekki World Class rusl og meiðyrða-lögmenn. Sama sagan og um aldamótin, þegar Óli Björn Kárason keypti stöndugt DV og keyrði í þrot á átján mánuðum. Sama ógæfa sást strax, þegar nýir eigendur töldu sig geta tjónkað við Hallgrím Thorsteinsson fagmann. Þoldu hann í fjóra mánuði og skiptu svo út fyrir blaðurfulltrúa, sem var þeim að skapi. Líklegt er, að Stundin muni leysa framsóknar-DV af hólmi.