Sturla var angurgapi

Punktar

Árið 1233 fór Sturla Sighvatsson í fræga Rómarferð. Með fylgibréf frá kóngi fór hann milli fursta suður Evrópu á hámiðöldum og riddaratíma. Víða hefur hann séð riddara æfa herstjórnarlist. Séð hvernig liði var skipað, hvar riddarar voru í tíma og rúmi og hvar bogliðar voru í tíma og rúmi. Ekki lærði hann neitt slíkt af flakki sínu. Kunni fátt í herstjórn, reið lötum hesti, kastaði grjóti. Lægst varð gengi hans á Örlygsstöðum. Honum láðist að taka skildi af klökkum, skipaði ekki liði, mætti ekki óvinum berskjölduðum, er þeir ösluðu upp úr Héraðsvötnum. Sturla var glæsimenni, en jafnframt ráðlaus ribbaldi, lítt til forustu fallinn.