Sturtið gamla bankanum

Punktar

Ríkisstjórnin getur ekki leyft Seðlabankanum að semja við gamla Landsbankann um eftirgjöf á gjaldeyrishömlum. 8% gengisfall mundi verða skrifað beint á IceSave og fólk mundi spyrja: Drap Sigmundur Davíð ekki IceSave? Beint samband er milli IceSave og 230 milljarða skuldar nýja bankans við þann gamla. Ríkið á nefnilega nýja bankann og þessar reddingar eru allar vegna IceSave. Stafa af, að ekki var samið um IceSave, heldur málið sett í dóm, sem skildi þetta eftir. Þess vegna verður ríkisstjórnin að hafna sátt. Auðvitað á að sturta gamla bankanum í gjaldþrot. Hrægammar keyptu pappírana á slikk og geta svo reynt að kæra ríkið.