Stutt lög um Vítisengla

Punktar

Vilji menn losna við Vítisengla, er það einfalt. Setja bara lög um þá. Þau geta hljóðað svo: 1. grein: Bannað er að vera Vítisengill að viðlagðri aðför að lögum. 2. grein: Sé maður uppvís að aðild, til dæmis með klæðnaði eða tattóveringu, verði vegabréfið tekið af honum, honum vísað úr landi og honum sturtað með fallhlíf úr flugvél yfir Afríku. Búið. Ragna Árnadóttir er ekki að smíða neitt svona frumvarp um Vítisengla. Notar þá bara sem yfirskin til að koma í gegn frumvarpi um leynilögreglu. Vill fá heimild til að njósna um leiðindafólk og leiðindafélög, sem ekki eru grunuð um neitt ólögmætt athæfi.