Stutt útgáfa sáttmálans

Punktar

Haltu kjafti og vertu sæt. Þannig hefst stjórnarsáttmálinn; ekki orðrétt, en meiningin er sú. Ríkisstjórnin varar við “sundurlyndi og tortryggni” og heimtar “samtakamátt þjóðarinnar” sér til handa. Á móti lofar hún að “stefna að” sumu, “skoða” annað, “vinna að” ýmsu, “bæta” hitt og þetta, “leggja áherzlu á” sitt lítið af hverju, “yfirfara”, “gera úttekt á”, “leitast við”, “greina”, “kanna”, “yfirfara”, “skipa starfshóp”, “stuðla að” og “standa vörð”. Semsagt samfellt prump. Það eina, sem hún boðar ekki, er að “líta alvarlegum augum á” að hætti Geirs Hallgrímssonar sællar minningar. Gott á gullfiskana.