Samninganefndin kom heim með þolanlegt dæmi. Ég styð þennan IceSave samning eindregið. Eindregið. Feginn að afgreiða málið á svona ódýran hátt. Mér er sama um allt réttlæti, það er allt í augum þess, sem talar hverju sinni. Ég vil bara frið til að gera viðskipti við útlönd. París er einnar messu virði. Vil hækkað lánshæfismat ríkis, Landsvirkjunar og annarra stórfyrirtækja. Vil minnkað skuldatryggingarálag á vexti erlendra lána. Vil, að umheimurinn segi við sjálfan sig: Það er hægt að treysta Íslendinum þrátt fyrir allt. Loksins þá höfum við ráð á að krafsa okkur upp úr feninu, er kjósendur komu okkur í.