Philip Morris er gott dæmi um þrýsting bófaflokka á pólitíkina. Framleiðandi Marlboro ver milljarði króna til að fá Evrópusambandið til að fresta hertum viðvörunum á sígarettupökkum. Og til að fresta banni við ýmsum tegundum af sígarettum. Til þess hefur dópsalinn 161 starfsmann í þrýstivinnu og mútum í Bruxelles. Markmiðið er að fresta ákvörðun Evrópu fram yfir áramót. Þá tekur Grikki, væntanlega spilltur, við formennsku í stjórn sambandsins. Og þetta er bara eitt af mörgum tóbaksfyrirtækjum, sem taka þátt í styrjöldinni gegn bættri heilsu í Evrópu. Það er víðar en hér, sem bófaflokkar ógna heilsunni.