Í International Herald Tribune spáir Philip Bowring styrjöld kynslóðanna á Vesturlöndum, þar sem gamla fólkið lifir hátt í skjóli atkvæðastyrks á kostnað unga fólksins. Með fækkandi fæðingum aukist byrði vinnandi fólks af ótímabærum og of háum eftirlaunagreiðslum til aldraðra og af óheyrilegum sjúkrakostnaði við aldrað fólk. Á alþjóðafundi tölfræðinga í Berlín á föstudaginn hafi komið í ljós, að fjárhagsdæmi vestrænna þjóðfélaga af kostnaði við aldraða gangi ekki upp. Þegar unga fólkið átti sig á, að lýðræðiskerfið hafi svikið það, muni það gera uppreisn gegn skattlagningunni og segja skilið við lýðræðið.