Styrmir hefnir sín á Davíð

Punktar

Styrmir stundaði í eina tíð kvótavillu á Mogganum. Davíð brá þá á það ráð, að segja tugum manna frá fjárhag Styrmis, sem skuldaði hundrað milljónir. Tók Styrmi bara á taugum. Tókst þannig að beygja Styrmi undir vilja sinn og gera hann sér handgenginn. Stóra skuldin var löguð í leiðinni. Toppurinn á sambúð lénsherra og leiguliða var bókin “Umsátrið”. Þar er Styrmir látinn kenna útlöndum um íslenzka bankahrunið og fría Davíð af syndum. Lætur þó fylgja, að Seðlabanki Davíðs hafi óvart orðið gjaldþrota í fyrra á kostnað ríkisins. Þau orð eru líklega hefnd Styrmis fyrir róg Davíðs forðum daga.