Suðri er manndrápsbrokkari

Hestar

Suðri frá Holtsmúla er mesti ódráttur íslenzkrar hrossaræktar í áratug. Stóðhesturinn er manndrápsbrokkari, enginn getur riðið honum nema Olil Amble. Hún er norsk og ýmsu vön. Suðri hristir nýrun úr tamingamanni á fimm mínútum. Áhorfendum þykir það rosalega flott á hringvelli, kallað svifmikið brokk. Þeir mega vart vatni halda. Enda eru hestar ekki lengur metnir eftir mýkt, heldur hvernig þeir muni taka sig út í sirkus. Við erum að rækta kyn, sem er ónothæft í leitir og veldur reiðmanni þjáningum. Gæðingur er hins vegar hestur, sem sullar ekki úr bjórglasi á lendinni. Suðri brýtur glasið.