Sugar daddy BIngi

Punktar

Hugtakið „Sugar daddy“ er stundum yfirfært á fjársterka aðila, sem af góðsemi greiða höfundum fyrir skriftir. Stundum er eitthvað að baki, stundum ekki, það er hinn klassíski efi. Skiptir máli, ef ég les grein eða blogg ágætra höfunda í fráhrindandi miðli. Til dæmis í pólitísku málgagni. Ég dreg alltaf úr velvild, þegar ég les slíka pistla, sem koma úr faðmi „sugar daddy“. Samt hef ég ekkert í höndunum um, að pistillinn sé annarlegur. Málið er bara að „sugar daddy“ að tjaldabaki er í eðli sínu fráhrindandi og dregur úr trausti. Jafnvel þótt hann sé bara forkláraður BIngi, sem geisli frá sér vináttu, velsæld og væntumþykju.