Sigmundur Ernir Rúnarsson þingmaður spyr Steingrím J. Sigfússon um viðurlög við ítrekuðum brotum forstöðumanna á fjárlögum. Sumir yfirmenn opinberra stofnana fara ár eftir ár yfir á fjárlögum, án þess að hróflað sé við þeim. Sigmundur Ernir segir þetta ólíðandi og ég tek undir það. Þeir eiga raunar sjálfkrafa að taka pokann sinn. Fjárlög eiga að vera heilög. Ef þau eru það ekki, fer allt úr böndum. Raunar ætti líka að vera bannað að hafa halla á fjárlögum, því slíkt stuðlar að fjármálakreppu. Við sjáum af misjafnri stöðu ríkja Evrópu, að nauðsynlegt er að hafa strangan ramma á ríkisfjármálunum.