Við þurfum að losna við fjárlagahallann. Getum ekki losnað við sultarólina. Þótt við hrindum landsstjóra Alþjóða gjaldeyrissjóðsins út um gluggann. Þótt við neitum IceSave og segjum sjóðnum að éta það, sem úti frýs. Ríkissjóður er skuldugur upp fyrir haus. Ekki bara vegna IceSave Davíðs, einnig vegna gjaldþrots seðlabanka Davíðs og stuðnings Geirs við peningamarkaðssjóði. Ríkið skuldar þúsund milljarða, bara vegna Sjálfstæðisflokksins. Það þýðír hærri skatta og minni velferð, því miður. Þess vegna hefur engan pólitískan tilgang að segja fjárlagafrumvarpið vera í boði Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.