Súlufölsun Fréttablaðsins

Fjölmiðlun

SEinkennileg er árátta Fréttablaðsins að falsa súlurit á forsíðu. Það á að sýna, að blaðið sé mesta og bezta blað landsins. Tölurnar eru réttar, en súla Fréttablaðsins er ýkt. Ef súlur Moggans og 24 stunda eru réttar, þá sýnir súla Fréttablaðsins yfir 80% lestur. Það er blekking, á að vera 60%. Súlurit eiga að sýna staðreyndir betur tölur geta gert. Þarna þarf að lesa örsmáar tölur til að skilja sannleikann. Þetta er gamall vandi frá upphafi blaðsins. Ég var þar í hálft ár og reyndi án árangurs að stemma stigu við áráttunni. Hún var inngróin. Hef aldrei heyrt haldbæra skýringu á henni.