Sumir geta ekki greitt

Punktar

Okkur er sagt, að unnt sé að hækka laun lækna með útivistun heilsuþjónustu til einkastöðva. Þýðir, að kostnaður þjónustunnar eykst, en ríkið vill ekki greiða viðbótina. Sjúklingurinn borgar mismuninn, samanber tannlækningar. Snýst ekki bara um að geta keypt sig fram fyrir í röðinni. Snýst fremur um, að sumir hafa ráð á þessum mismun, en aðrir ekki. Aukinn einkarekstur færir heilsukerfi okkar nær Bandaríkjunum. Þar er kerfið tvöfalt dýrara en hér og nær þó bara til helmings þjóðarinnar. Þetta er hluti mikillar og vaxandi stéttaskiptingar þar vestra og mun fljótt stuðla að svipaðri hörmung hér.