Fjárlagafrumvarpið kemur kjósendum Sjálfstæðisflokksins varla á óvart. Fyrir kosningar var vitað, að flokkurinn teldi hallað á kvótagreifa og auðgreifa landsins. Vitað var, að hann vildi minnka auðlindarentu og auðlegðarskatt. Vitað var, að hann vildi þrengja velferð almennings. Plaggið kemur á óvart mörgum kjósendum Framsóknar, þeim sem trúðu loforðunum. Hvergi vottar fyrir stórum og skýrt skilgreindum loforðum á borð við tólf milljarða innspýtingu í Landspítalann. Að vísu var þegar í sumar búið að eyða fénu í kvótagreifana og auðgreifana, en fábjánar föttuðu ekki samhengið. Nú er það öllum ljóst.