Nú raðast inn upplýsingar um ofbeldisglæpi í Danmörku, Noregi og Þýzkalandi. Í ljós kemur, að strákar af ættum múslima bera hlutfallslega mesta ábyrgð á slíkum glæpum. Sérstaklega súnnítar af trúflokkum salafída og wahabíta. Ofbeldishneigð er einkum rík hjá þeim, sem taka þátt í hryðjuverkahópum í Sýrlandi og flytja síðan aftur til Evrópu. Börn í þessum hópi eru einna hættulegust. Allur þorri múslima er friðsamur og lagast að nýjum heimi. Þótt hinir séu fáir, kannski bara 1% múslima, gætu þeir verið 1-2 hér á landi. Mikilvægt er, að þeir haldi ekki í kvenhatur og miðaldasiðferði. Og lagist sem bezt að siðum og reglum í löndum, sem þeir flýja til.