Sumt tókst – annað ekki

Punktar

Búsáhaldabyltingin losaði okkur við vanhæfa ríkisstjórn, seðlabankastjóra og yfirmann fjármálaeftirlits. Hún færði okkur nýja ríkisstjórn, sem hefur tekið til hendinni eftir eymd og volæði hinnar fyrri. En búsáhaldabyltingin fékk ekki öllum sínum málum framgengt. Hún fær varla óraðaða lista í næstu kosningum, varla stjórnlagaþing og ekki nýja stjórnarskrá. Til þess er ekki nægur meirihluti á Alþingi. Eftir kosningar verður kannski nægur styrkur á þingi til að fá slíka hluti í gegn. En þá verða stuðningsmenn byltingarinnar að vanda sig mjög í vali á flokkum og þingmönnum í kosningunum í apríl.