Sundabraut verði boðin út

Punktar

Auðvitað á að bjóða Sundabraut út og einstaka verkþætti hennar. Bjóða á út alla hluti til að forðast vantraust og eftirmál. Þetta er einföld regla í markaðsþjóðfélagi. Þar er ekkert pláss fyrir spillingu pólitíkusa. Ekkert annað er í stöðunni en útboð. Þótt Framsóknarflokkurinn í Reykjavík vilji, að einkafyrirtækið Faxaflóahafnir fái forgang að verkinu. Þar er Björn Ingi Hrafnsson stjórnarformaður og Óskar Bergsson verkefnastjóri, valinkunnir framsóknarmenn. Af sömu ástæðu ber að kanna skrítið sjálfstæðiskukl í sölu varnarliðshúsa. Ekkert svigrúm á að vera fyrir vantraust og eftirmál.