Súpa úr reyktum silungi

Veitingar

Sjávarbarinn á Granda selur fiskihlaðborð á 1200 kr í hádegi og 2400 krónur að kvöldi. Hádegið er þjóðlegt fyrir verka- og kaupsýslumenn, kvöldin með fjölþjóðlegra ívafi fyrir hina. Í hádeginu í gær var gratíneruð ýsa og ufsi, hvort tveggja gott, en ofeldað. Það er óhjákvæmilegt í hlaðborði með hitakössum. Til hliðar var góð súpa úr reyktum silungi; vondur saltfiskur; ágætis laxafroða; og hefðbundnar fiskibollur og plokkfiskur með rúgbrauði. Hlaðborðið er svipað frá degi til dags. Magnús Ingi Magnússon kokkur og veitingamaður þessa snyrtilega staðar tekur ljúflega á móti gestum sínum.