Nú eru úthöfin farin að súrna eins og skógarnir og vötnin. Í efri lögum þeirra er 30% meiri sýra en var fyrir iðnbyltingu. Sýran étur til dæmis skeljar. Aukin sýra stafar af losun gróðurhúsalofttegunda og er þegar farin að hafa áhrif á lífríki hafsins, kannski líka á þorskinn og ýsuna. Úthafið er of stórt til að dugi að hella í það kalki eins og gert hefur verið við sum vötn. Thomas E. Lovejoy skrifar um þetta í International Herald Tribune og telur, að vinna verði hraðar gegn útblæstri hættulegra lofttegunda.