Súrrealistískir valdamenn

Punktar

Kastljós frumflutti í gær leikrit eftir Samuel Beckett. Persónur voru Már Guðmundsson seðlabankastjóri og Svavar Halldórsson spyrjandi. Skildi ekki orð af því, sem þeir sögðu. Held, að þeir hafi ekki skilið það sjálfir. Ef ég væri útlendur seðlabankastjóri eða gjaldeyrissjóðsstjóri mundi ég ekki þora að lána seðlabankastjóranum evru eftir viðtalið. Hélt, að bara Beckett væri fær um ógnarlanga þoku. Fínt var líka pólitískt sjálfsvíg Jóns Gnarr, sem vissi ekkert í sinn haus. Og viðtalið við Sigrúnu Björk Jakobsdóttur, sem ekki svaraði “Hvers vegna?”. Þrír súrrealistískir valdamenn í sjónvarpi.