Sussað á skoðanakúgun

Punktar

Hæstiréttur hefur staðfest, að opinber starfsmaður megi tjá skoðanir sínar á opinberum vettvangi. Atvinnurekandinn getur ekki rekið hann úr starfi fyrir að tjá sérstæðar skoðanir. Akureyri mátti ekki reka Snorra í Betel fyrir að hafa lýst andstöðu við samkynhneigð. Hann gerði það utan veggja skólans. Hann hefur málfrelsi. Minnir á, að skoðanastjóri Reykjavíkur lagði kennara í heilaþvott fyrir tjáningu óvinsælla skoðana. Ég hef ekki tekið eftir, að borgin hafi áminnt hana um skoðanakúgun. Félagslegur rétttrúnaður er fyrir löngu kominn út yfir allan þjófabálk hjá krötum. Gott var að Hæstiréttur sló á þessa vitleysu.