Svaf á vaktinni

Punktar

Ríkisstjórnin viðurkennir ekki, að hún svaf á vaktinni. Hún viðurkennir ekki sök sína á IceSave upp á 150 milljarða og gjaldþroti Seðlabankans upp á 300 milljarða. Henni finnst sjálfsagt að veðsetja börn okkar fyrir ríkisskuldum, sem urðu til fyrir hennar mistök. Hún ætlar ekki að bera vangetu sína undir þjóðina. Hún ætlar að sitja sem fastast til loka kjörtímabilsins. Hroki Ingibjargar Sólrúnar hefur náð fullkomnun. Fílabeinsturninn er hljóðheldur. Engin friðsamleg mótmæli geta breytt þessu. Ekkert af þeim fundahöldum, sem eru á laugardögum á Austurvelli. Þau svæfa ríkisstjórnina bara. Því miður.