Svala siðleysis-þörfinni

Punktar

Íslendingar hafa verið staðnir að tilraun til útflutnings á hvalkjöti til Lettlands. Stjórnvöld í Lettlandi telja það brjóta í bága við ýmsa samninga, sem Ísland er aðili að. Gárungarnir segja, að Íslendingum sé ekki bjargandi. Þeir vilji gera það sama fyrir hvalavernd og þeir hafi áður gert fyrir sparifé í öðrum löndum. Útrýma því öllu. Alvörugefnari menn segja smyglið sýna, að ekki sé tímabært að leita sátta í Alþjóða hvalveiðiráðinu. Þvert á móti verði að herða núverandi reglur. Augljóst er, að Íslendingar skeyta enn ekki um neinar reglur, þegar þeir svala þörf sinni á siðlausri hegðun.