George Monbiot segir í Guardian, að olíufélögin hafi orðið hættulegri en nokkru sinni fyrr, síðan þau fóru að þykjast vera vistvæn og auglýsa sig grimmt sem slík. Exxon er verst þeirra og síðan koma BP og Shell. BP sætir nú ákæru fyrir að sulla 270.000 tonnum af olíu í freðmýrar Alaska. Það hefur einnig stundað umhverfis- og mannréttindaglæpi við gerð olíuleiðslu frá Baku við Kaspíahaf. Þrátt fyrir bann við olíubruna í Nígeríu brennir Shell enn hundruðum rúmfeta olíu á degi hverjum og neitar að greiða sektir. Auk þess stýrir það morðum á umhverfisvinum í Nígeríu, t.d. á Saro-Wiwa.