Viðhorf Evrópumanna og Bandaríkjamanna til Miðausturlanda eru gerólík. Flestir Bandaríkjamenn styðja Ísrael, Flestir Evrópumenn styðja Palestínu og Líbanon. Flestir Bandaríkjamenn telja, að Palestína og Líbanon eigi sök á ófriðnum og flestir Evrópumenn telja, að Ísrael eigi sök á honum. Kannanir sýna mun, sem er eins og svart og hvítt. Þess vegna getur Ísrael farið sínu fram eins og því sýnist, brotið alþjóðasamninga um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Bandaríkjamenn styðja Ísrael eigi að síður og eru alls óragir við ofbeldi í samskiptum þjóða. Atlantshafsgjáin víkkar.