Svartasta afturhald heims

Punktar

Svartasta afturhald heims er í konungdæmum Arabíuskaga, hjá útrásarvinum Ólafs Ragnars Grímssonar. Einkum hjá kónginum í Bahrein, Hamad bin Isa al Khalifa. Kóngurinn er líka vinur Ecclestone, sem heldur þar kappakstur í Formúlu 1. Al Khalifa rekur hryllingsríki, sem ofsækir meirihluta íbúanna. Eins og víðar í heimi Araba voru þar mótmælagöngur og andófsfundir. Kóngur lét skjóta fólk til bana. Sumir særðust og voru fluttir á sjúkrahús. Þá réðust kóngsmenn á sjúkrahúsin, handtóku læknana og pynduðu þá. Nú hefur hann látið dæma læknana í allt að 15 ára fangelsi fyrir að lækna fólk.