Svartasta afturhaldið

Punktar

Þegar ég byrjaði í svartnætti íslenzkrar blaðamennsku fyrir rúmlega hálfri öld, vildu pólitíkusar sjálfir semja spurningar blaðamanna. Á löngum tíma hafa mál færst frá íslenzkri sérstöðu yfir í vinnubrögð, sem tíðkast á Vesturlöndum. Nú vilja tveir afturhaldssömustu þingmenn okkar stíga skref til miðalda. Sigríður Andersen og Birgir Ármannson vilja takmarka upptökutæki í fréttaviðtölum. Slík takmörkun þekkist ekki á vesturlöndum. Upptaka er vörn blaðamanna gegn lygnum pólitíkusum, sem neita eigin orðum. Sigríður og Birgir vilja auka svigrúm sitt til að bulla án þess að rétt sé eftir haft. Þau gætu bara sjálf tekið viðtölin upp á farsímann sinn, ef það eykur öryggi þeirra. Það gerir Bandaríkjaforseti.