Svei Elliða og þeim öllum

Punktar

Sjálfstæðisflokkurinn var alls staðar við borðið í undirbúningi og aðdraganda hrunsins. Eimreiðin komst til valda með Davíð Oddssyni. Taumlaus græðgishyggja leysti gamaldags íhald af hólmi. Flokkurinn skipulagði villt eftirlitsleysi með bönkum og sparisjóðum. Setti síðan Davíð sjálfan í Seðlabankann, þar sem hann varð fíll í postulínsbúð á örlagastundu. Sjálfir gerendur hrunsins í bönkum og útrás voru ALLIR flokksmenn. Á vaktinni hraut svo Geir Haarde og hringdi af og til í Davíð. Þetta var útrásin og þetta var hrunið. Ábyrgðina bera svo 50.000 tregir kjósendur Flokksins, sem enn hafa ekki látið hann sæta verðskuldaðri ábyrgð. Og enn er Flokkurinn kominn í tryllt stríð við fórnardýr hrunsins.