Mér finnst hráslagalegt að draga einfeldninga á svið til að skopast að þeim. The Biggest Loser kitlar eineltishneigð áhorfenda. Megrunaraðferðin er fráleit, sérfræðingar vara eindregið við henni. Megrun er flókin og gerist ekki svona. Eftir þrjú ár verða nærri allir þáttakendur orðnir feitari en áður. Það skiptir siðblinda stjóra engu máli, áskrifendur hafa fengið sitt kikk. Hafa hlegið að fitubollum, sem prófa nýjasta trikkið í langri örvæntingu. Þarna er reynt að ná alltof hröðu og hættulegu þyngdartapi með öskrum og ógeði siðblindra þjálfara. Þetta eru hættulegir og annarlegir öfgar í sirkuslátum. Svei þér Skjár einn.