Sveik loforð um Palestínu

Punktar

Á fjórveldafundi Bandaríkjanna, Evrópusambandsins, Rússlands og Sameinuðu þjóðanna í desember lofaði George W. Bush Bandaríkjaforseti að leggja fram umsamda vegaáætlun um friðarferli í Palestínu eftir kosningarnar, sem voru í Ísrael í janúarlok. Nú hefur Bush ákveðið að svíkja þetta loforð. Hann hyggst ekki leggja fram vegaáætlunina fyrr en eftir fyrirhugað stríð við Írak. Þetta hefur valdið mikilli reiði í Evrópu og stuðlað að andstöðu við stríðið. Evrópskur embættismaður orðaði þetta svo, að stjórn Bush mundi ekki gera neitt, sem Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, væri andvígur. Frá þessu segir Steven R. Weisman í New York Times.