Sveitir Alcan á ferð

Punktar

Baráttan um sálir Hafnfirðingar harðnar. Alcan hefur ráðið sveitir manna til að hafa áhrif á kosningar um stækkun álversins í Straumsvík. Stofnað hefur verið fyrirtækið Hagur í Hafnarfirði, sem slær um sig með röngum staðhæfingum á borð við, að 5-7% af tekjum bæjarins komi frá álverinu. Hið rétta er 1-2% koma þaðan. Áhöfn fyrirhugaðs álvers verður fámenn. Hafnfirðingar tapa engu á því að hafna stækkun hjá Alcan og tapa enn síður á, að álverið efni hótun sína um að leggja sjálft sig niður. Þetta er úreltur atvinnuvegur fyrir úrelta kaupstaði.