Víkurfréttir birtu á vefnum í gær tilkynningu frá Keili. Þar er vælt yfir frétt 24 stunda um sveppasýkingu í íbúðum á gamla varnarsvæðinu. Ég vek athygli á texta Víkurfrétta: “Velferð barna á svæðinu er stór þáttur” í sýn Keilis, segir blaðið. Textinn sýnir vel, hvernig almannatenglar vinna. Hann byrjar á lofrullu um ágæti Keilis og fjallar síðan um, að í mörgum íbúðum séu ekki sveppir. Eins og sveppafólkinu sé hugarró að því. Ég las alla tilkynninguna og sá, að hún staðfesti óbeint frétt 24 stunda. Sveppir eru til vandræða á vallarsvæðinu. Víkurfréttir hjálpa til við að fela það.