Á útskriftarsýningu Listaháskólans sýnir nemandi í iðnhönnun, hvernig nota má íslenzka matsveppi til að eyða eitri í jarðvegi. Sigrún Thorlacius líffræðingur og iðnhönnuður ræktaði sveppi, sem éta eitur á sorphaugum tæknialdar. Notaði þá til að hreinsa Renault Megane bílvél, löðrandi í eitri. Breytti mengandi efnum í meinlaus. Notaði sveppi gegn blýi og cadmium, olíum, sílikoni og kvikasilfri. Sýndi bílvélina, er sveppirnir voru að breyta í skaðlaust járnarusl. Fyndið er, að Listasafn Reykjavíkur sýnir hreinsun sílikons í Hafnarhúsinu. Í sömu viku og Reykjavíkurhafnir semja við Silicor um sílikonmengandi stóriðju á Grundartanga.