Hafa þarf sérstaka gát á lagatæknum. Þeir eru til alls vísir, til dæmis þeir í sérfræðinefnd Alþingis um stjórnarskrána. Lögðu til efnislegar breytingar á tillögu stjórnlagaráðs, þótt þeim væri bara falið að laga texta. Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður hefur uppgötvað, að þeir breyttu ákvæðinu um þjóðareign auðlinda. Um þær skutluðu þeir inn orðunum: “sem ekki eru háðar einkaeignarrétti” Leyfa kvótagreifum að leggja eignarhald á kvóta fyrir dóm. Ýmislegt bendir til, að byltingu þurfi í landinu til að losa okkur undan heljargreipum málaliða kvótagreifa. Óvinir okkar eru í flestum skúmaskotum.