Svik við þjóðina

Punktar

Ríkisstjórnin lofaði fyrningu aflaheimilda og er að svíkja loforðið. Byrjaði með sáttanefnd Jóns Bjarnasonar, sem kallaði hagsmunaaðila að borðinu. Það var ekki eingöngu landbúnaðarráðherra að kenna. En þetta er hans málaflokkur og hann ber ábyrgðina. Fyrningu verður ekki komið á í sátt við kvótagreifa. Nauðsynlegt er að valta yfir þá, gjaldfella skuldir þeirra og reka þá öfuga úr bransanum. Bankabófana, sem styðja þá, bera að lögsækja og hrekja til Tortola. Hér í landi þarf að ríkja lágmarkssiðferði og Jón Bjarnason er ekki rétti maðurinn til að koma því á. Niðurstöður málsins eru svik við þjóðina.