Svikin lengi í minni

Punktar

Fréttir af stjórnarmynduninni staðfesta ótta um að nýja stjórnin vilji helzt engu breyta. Allt verði áfram eins og það hefur verið frá aldamótum. Þá sprakk í hæstu hæðir öfgafrjálshyggja og greifadekur bófaflokksins. Eini munurinn er, að Vinstri græn taka að sér að verja íhaldið og misskiptingu auðs. Skattar verða óbreyttir að mestu. Heilsan fær einhverja aura úr bönkunum. Öll stóru málin verða látin liggja milli hluta. Þetta er fullkomna íhaldsstjórnin, þar sem breytingasinnar verða í stjórnarandstöðu. Kjósendur völdu þessa útkomu með því að taka VG fram yfir aðra kosti. VG kom aftan að fólki í þessari stjórnarmyndun. Það verður lengi munað.