Heilbrigðisnefnd Evrópuráðsins hefur komizt að sömu niðurstöðu og aðrir gagnrýnendur. Hún segir, að Alþjóða heilbrigðisstofnunin hafi ferlega ýkt hættuna af svínaflensu. Hún hafi spáð 65 þúsund dauðsföllum, en aðeins dóu 360. Það er brot af dauðsföllum af venjulegri flensu. Pólverjar létu ekki bólusetja hjá sér og fóru vel út úr svínaflensunni. Eftir nýju skýrsluna er ljóst, að ekki þýðir fyrir Alþjóða heilbrigðisstofnunina að hrópa aftur: Úlfur, úlfur. Í skýrslu Evrópuráðsins er beinlínis fullyrt, að lyfjarisarnir hafi Alþjóða heilbrigðisstofnunina að leiksoppi. Menn létu bara múta sér.