Aftur og aftur les ég fréttir um svindl í sporti, nú síðast lyfjapróf Floyd Landis í Tour de France hjólreiðakeppninni. Áður voru það dómar yfir Juventus og fleiri fyrirtækjum í ítalska boltanum. Hvað eftir annað fréttist af falli frjálsíþróttafólks í lyfjaprófum, síðast Justin Gatlin, Marion Jones og Latifa Essarokh. Chelsea er fyrirtæki í eigu rússnesks auðkýfings, gott dæmi um úrkynjun íþrótta sem kaupsýslu. Lamaðir eftirlitsaðilar íþróttasamtaka virðast ekki geta stöðvað lyfjanotkun íþróttafólks, breytingu íþróttafélaga í braskhús og dómarahneyksli slíkra kaupsýslu-fyrirtækja.