Vinstri græn fengu sjávarútvegsráðherra Færeyja og tvo aðra færeyska ráðherra til að koma og segja sér frá uppboði á veiðikvóta. Í Færeyjum er rekin svipuð stefna auðlindarentu og Píratar stefna að. Eftir þessa heimsókn má reikna með, að Vinstri græn hallist að svipaðri línu hér. Frumkvæði Færeyinga hefur líka haft áhrif á Samfylkinguna og Viðreisn. Í loftinu liggur, að næsta ríkisstjórn geti tekið upp auðlindastefnu og útboð, meðal annars til að kosta endurreisn heilsukerfisins. Sömu flokkar gætu jafnframt litið jákvæðum augum á þá stefnu pírata, að taka upp nýju stjórnarskrána, sem liggur tilbúin niðri í skúffu.