Svipvindastaðir á Alviðru

Punktar

Sá teiknimynd í blaði af glerhúsi tónlistar og ráðstefna, sem rís við höfnina. Mikilli höll á víðavangi yfir Geirsgötunni, þar sem bílar munu keyra neðanjarðar. Sumarklætt fólk er teiknað inn á myndina. Ég óttast, að fas þess verði annað í veruleikanum. Þegar tónlistar- og ráðstefnugestir hrekjast um planið mikla undan veðrum og vindi. Þetta er mesta alviðra í allri borginni. Þar verður lárétt rigning og helkuldi. Nema myndin sé fölsk og fólk komi frá bílastæðum neðanjarðar. Eyðilegt og vindblásið veðurtorgið er réttnefnt Alviðra og tónlistarhöllin er réttnefnd Svipvindastaðir.