Svissarinn tapar Ormarsá

Hestar

Svisslendingurinn Ralph Doppler er að missa Ormarsá á Melrakkasléttu. Það er bezta mál. Hann virðir ekki íslenzk lög. Læsir hliði að gróinni þjóðleið samkvæmt herforingjaráðskortum. Sem nýtur því verndar samkvæmt Járnsíðu og náttúruverndarlögum frá 1999. Þar segir, að ferðamenn megi komast óhindrað um eignarlönd. Til að komast þessa leið hafa menn orðið að klippa víra. Nú fer veiðin í Ormarsá í hendur íslenzkra veiðitaka, er þekkja lög og reglur. Þeir, sem fara um þjóðleiðir á Melrakkasléttu, þurfa því ekki lengur að hafa naglbít með í för. Doppler er farinn, það fór vel, og komi hann ekki aftur.