Svissnesk lög á Íslandi

Hestar

Svisslendingar hafa á leigu Ormarsá sunnan Raufarhafnar. Þeir láta læsa hliðum á girðingum, sem liggja með þjóðvegi. Þar hafa þeir látið leggja vegi, sem þeir telja einkavegi, þótt þær séu á gömlum leiðum. Læsingarnar eru til að trufla veiðiþjófa. Samt má ekki læsa gömlum, hefðbundnum leiðum göngufólks og hestafólks. Þær eru tryggðar í Járnsíðu og náttúruverndarlögum frá 1999. Og merktar á herforingjaráðskortunum elztu. Réttur til umferðar er æðri rétti til eignar samkvæmt íslenzkum lögum. Önnur lög gilda í Bandaríkjunum og kannski líka í Sviss. Hér á landi gilda bara vírklippur, þegar menn koma að löglausum tálmum á fornum slóðum.