Svitnað af bóklestri

Punktar

Var að lesa nýja bók Chalmers Johnson, Refsinornina, Nemesis. Lokabindi þríleiks, sem hófst með Bakslagi og Sorgum heimsveldis. Þær fjalla um hnignun og hrun bandaríska heimsveldisins. Hvernig Bandaríkin breytast í hernaðar- og hryðjuverkaríki, sem einangrast í umheiminum. Mun hljóta sömu örlög og rómverska heimsveldið. Johnson spáir efnahagshruni Bandaríkjanna. Hann telur líklegt, að það leiði til valdatöku stórfyrirtækja, hersins og CIA. Hann rekur í smáatriðum einstök atriði í nútímasögu þeirra. Og hvernig stjórnarskráin hefur verið tætt að undanförnu. Ég svitnaði af lestrinum.