Ég hef lítið vit á skáldskap, en mér fannst Pressan skemmtileg í gærkvöldi. Þátturinn var faglega gerður og ég kannaðist við sumt í honum. Fór jafnvel að hugsa af angurværð til gamalla tíma, þegar blaðamenn voru utangarðs í samfélaginu. Og sýndu því spegil, sem það þoldi stundum og stundum ekki. Okkur vantar svona dagblað eins og Pressuna, sem lesendur svitna af, þegar þeir taka það upp. Nú er allt upp á hræsni og rétttrúnað, ekki sannleika. Allir eru sagðir góðir, þótt þeir séu ekki dauðir enn. Hálf þjóðin vill hvorki heyra né lesa neitt nema minningargreinar og greinar hagsmunaaðila.