Samkvæmt skattaframtölum eru kynslóðaskipti við 40 ára aldur. Algengast er þar fyrir ofan, að fólk hafi það sæmilegt. En algengast er þar fyrir neðan, að fólk hafi það skítt. Unga fólkið hefur ekki efni á séreignastefnu, sem gerði eldra fólkinu kleift að eignast húsnæði. Og leigumarkaður er sprunginn í loft upp á Reykjavíkursvæðinu. Unga fólkið á þann kost skástan að flýja til Noregs. Svo einfalt er það. Tilraunir til að klastra í húsnæðismálin munu mistakast. Málið er, að lífskjör hafa bilað. Í aldarfjórðung hafa auðgreifar hirt ALLA aukningu landsframleiðslu. Með réttlátri skiptingu tekna væri hins vegar nóg fyrir alla.