Páll Ásgeir Ásgeirsson gerir góðlátlegt grín að orðavali Geirs Haarde: “Ég hafði rétt fyrir mér, svo langt sem það náði.” Það var, þegar Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn bar lygar Geirs til baka. Páll Ásgeir bendir á ýmsar aðstæður, þar sem gott væri að nota orðaval Geirs: Vændur um framhjáhald: “Ég hef verið þér trúr, svo langt sem það nær, góða mín.” Eða stöðvaður af lögreglunni: “Ég ók á löglegum hraða, svo langt sem það náði. Ég var ennfremur allsgáður, svo langt sem það náði.” Loks um símtalið. sem aldrei tókst: “Samtalið við Gordon Brown var gott, svo langt sem það náði.”