Svoköllun í tízku

Punktar

Að svokalla hluti er komið í tízku og ég er jafn sekur og aðrir. Orðasamböndin „svokallaður hagvöxtur“ og „svokölluð framleiðni“ eru dæmi um misnotkun mína. Augljóst er, að með svoköllun er fólk að lýsa frati á frumlagið, dissa orðið. Sjálfstæðismenn innleiddu tízkuna með tali um „svokallað hrun“ eins og það sé ekkert alvöruhrun. Íslandsmetið í svoköllun á Sigmundur Davíð forsætis eins og í öðru skrítnu. Sigraði í síðustu kosningum á vængjum vina sinna í Indefence. Heldur betur hefur sletzt upp á vinskapinn. Svokallaður forsætisráðherra lýsti á alþingi frati á kæra klúbbinn sinn með að kalla hann „svokallað Indefence“.